PrivacyTerms
Hudlaeknastodin

Hudlaeknastodin

@Hudlaeknastodin
Húðlæknastöðin var stofnuð í mars 1998. Starfandi læknar innan hennar eru allir húðsjúkdómalæknar. Húðlæknastöðin sinnir öllum húðsjúkdómum svo sem exemi, ofnæmissjúkdómum húðar, psoriasis, eftirliti og meðferð húðkrabbameina, húðsýkingum ásamt mörgum öðrum sjaldgæfari húðsjúkdómum. Á Húðlæknastöðinni fer fram eftirlit með fæðingarblettum í því skyni að finna sortuæxli á frumstigi. Er í þeim tilgangi notuð afar fullkomin myndatækni sem hjálpar til við eftirlit og greiningu bletta. Húðlæknastöðin hefur lengi tengst rannsóknum á húðsjúkdómum. Má þar nefna rannsóknir á sveppasýkingum, exemi, psoriasis, sortuæxlum ásamt þáttöku í lyfjarannsóknum.Læknanemar koma árlega á Húðlæknastöðina til að fylgjast með greiningu og meðferð húðsjúkdóma. Þetta er hluti af þeirra námi við Læknadeild HÍ. Innan Húðlæknastöðvarinnar er starfandi ljósadeild með fullkomnum búnaði til meðferðar psoriasis, exema og fleiri húðsjúkdóma. Þar eru einnig tæki til meðferðar húðsjúkdóma sem bundnir eru við hendur eða fætur. Á ljósadeildinni er einnig sérstakt UVB laser tæki til meðferðar á þrálátum afmörkuðum húðsjúkdómum. Laserdeild Húðlæknastöðvarinnar er búin nýjum og fullkomnum tækjum. Þar fer fram meðferð á rósroða, æðasliti í andliti, óæskilegum hárvexti, æðasliti á fótlimum, bólum (acne), örmyndun, ofholdgun í húð og fleira. Einnig er boðið upp á lýtahúðlækningar með fylliefnum og/eða botox til að minnka hrukkur í andliti, móta kinnbein, bæta í varir og auka ferskleika húðarinnar.
Read More ▾
Source
Report
Embed
Info
Use Our App