PrivacyTerms
slippfelagid

Slippfelagid

@slippfelagid
Saga þessa hundrað ára gamla fyrirtækis hefur eins og ofanritað sýnir verið saga velgengni og erfiðleika hvað með öðru og í engu frábrugðin sögum annarra fyrirtækja. Það sem á hinn bóginn gerir sögu þess svo merkilega, er hlutur fyrirtækisins í atvinnusögu borgarinnar. Það varð til úr blöndu af brýnni þörf, bjartsýni og stórhug, rúmum tíu árum áður en Reykvíkingar hófu hafnargerð, eftir áratuga vangaveltur. Slippurinn var í raun fyrir opnu hafi og segir sig sjálft, að þrautseigju og þolgæði hefur þurft til að sjá við óblíðum náttúruöflum, sem alla tíð hafa haldið landanum við efnið. Fyrirtækið var um og fyrir miðbik síðustu aldar einn stærsti atvinnurekandinn í borginni og miðað við höfðatölu ynnu fast að eitt þúsund manns í Slippnum á dag. Þó allur slíkur samanburður sé afstæður, er hann örugg vísbending um mikilvægi fyrirtækisins í borginni á sínum tíma.
Read More ▾
Source
Report
Embed
Info
Use Our App